Hoppa yfir valmynd
15. mars 2019 Félagsmálaráðuneytið

Hádegisverðafundur - Minningar barns um helförina

Hádegisverðafundur - Minningar barns um helförina

Iðnó, 22. mars kl. 11:30-13:00

Félags- og barnamálaráðherra og Mobilities and Transnational Iceland boða til hádegisverðarfundar með Andras Hamori.

Þar mun Andras deila reynslu sinni og fjölskyldu sinnar úr seinni heimsstyrjöldinni en hann er gyðingur af ungverskum ættum og upplifði í síðari heimsstyrjöldinni, líkt og svo margir aðrir, ólýsanlegan hrylling helfararinnar; skipulögð og miskunnarlaus fjöldamorð nasista á evrópskum gyðingum. Á nokkurra vikna tímabili vorið 1944 er talið að um fjögur hundruð þúsund manns hafi verið flutt nauðug frá Ungverjalandi í útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, þar á meðal fjölskylda Andras sem átti þaðan ekki afturkvæmt. Lífi Andras, sem þá var aðeins barn að aldri, og þúsunda annarra gyðinga í Ungverjalandi var bjargað af Raoul Wallenberg, sænskum stjórnarerindreka sem útvegaði þeim sænskt vegabréf þegar Þjóðverjar höfðu tekið öll völd í Ungverjalandi. Andras flúði að lokum yfir til Austurríkis og fékk vernd sem flóttamaður í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið síðan.

Saga Andras og fjölskyldu hans er saga flóttafólks, um sorgir þess, vonir og sigra. Hann á ennþá lífsbjörg sína, skjölin frá Raoul Wallenberg, bréf móður sinnar og ömmu úr Auschwitz og sárin á sálinni sem aldrei gróa. Þetta eru sögur sem aldrei mega gleymast.

Dagskrá:

11:30–11:35  Boðið upp á léttan hádegisverð
11:35-11:40  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra flytur opnunarávarp
11:40-11:45  Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor við Háskóla Íslands
11:45-12:25  Andras Hamori, Tragedy and Survival: My life in Hungary from 1944-1956
12:25-12:50  Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg Institute
12:50-13:00  Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi flytur lokaorð.

Hádegisverðarfundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Takmarkaður fjöldi sæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira