Hoppa yfir valmynd
18. mars 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Betra regluverk fyrir atvinnulífið – opinn fundur um samkeppnismat OECD

Fimmtudaginn 21. mars kl. 15.00 býður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til opins fundar í Grand hótel þar sem samkeppnismati OECD verður formlega hleypt af stokkunum. Meðal ræðumanna verður Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að búa atvinnulífinu umgjörð sem styður við þróun þess og er til þess fallin að efla það til lengri tíma. Virk og öflug samkeppni er mikilvægur þáttur í öflugu atvinnulífi sem aftur knýr áfram nýsköpun og hagræði.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samið við OECD um að framkvæma samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið auk annarra ráðuneyta og stofnana.

Tilgangur samkeppnismats er að greina og meta gildandi regluverk með tilliti til þess hvort það hamli samkeppni eða feli í sér óþarflega íþyngjandi reglubyrði. Það er mikilvægt að meta áhrif laga og reglna á atvinnulífið og efnahagskerfið í heild og haga reglusetningu þannig að stutt sé við samkeppni. 

DAGSKRÁ

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins

Pallborðsumræður undir stjórn Gylfa Magnússonar

  • Ania Thiemann, verkefnastjóri OECD
  • Antonio Capobianco, starfandi deildarstjóri samkeppnisdeildar OECD
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Heiðrún Björk Gísladóttir, Samtök atvinnulífsins
  • Gunnar Dofri Ólafsson, Viðskiptaráð Íslands

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira