Hoppa yfir valmynd
26. mars 2019 Félagsmálaráðuneytið

Námskeiði um menningarnæmi og – færni fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga streymt

Námskeiði um menningarnæmi og -færni fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga verður streymt frá Háskólanum á Akureyri á morgun, miðvikudag. Það verður haldið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri og hefst klukkan 8.30. Gert er ráð fyrir að því ljúki klukkan 18.

Námskeiðið er ætlað fólki í framlínu þjónustustofnana og sérfræðingum í nærþjónustu svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum og lögregluþjónum. Sama námskeið stendur nú yfir í Reykjavík og er þátttakan mjög góð.

Færustu sérfræðingar Evrópu á þessu sviði leiðbeina á námskeiðinu en það er samvinnuverkefni félagsmálaráðuneytisins, Evrópuráðs/Intercultural cities og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið fer fram á ensku.

Bein útsending verður frá námsskeiðinu á vef  Háskólans á Akureyri.

Eins verður hægt að nálgast streymið á forsíðu Stjórnarráðsins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira