Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga árið 2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir framlaga til sveitarfélaga á árinu 2019. Að tillögu nefndarinnar nemur áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár 9.775 m.kr. og áætluð heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla í ár 9.190 m.kr.

Útgjaldajöfnunarframlög

Farið hefur fram endurskoðun á áætlaðri úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2019, skv. 14. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi og íbúafjölda í sveitarfélögum 1. janúar 2019.

Að tillögu ráðgjafarnefndar nemur áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár 9.775 m.kr. Þar af nema framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli 575 m.kr. Í desember koma til úthlutunar og greiðslu viðbótarframlög að fjárhæð allt að 175 m.kr. vegna íþyngjandi kostnaðar sveitarfélaga af skólaakstri úr dreifbýli á árinu 2019 umfram tekjur. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2019

Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla

Endurskoðun á áætlaðri úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla fyrir árið 2019 hefur farið fram, skv. 3. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna ársins 2017 og áætlun um útsvarstekjur sveitarfélaga á árinu 2018. Jafnframt var áætlunin uppfærð hvað varðar fjölda íbúa á grunnskólaaldri í hverju sveitarfélagi 1. janúar 2019.

Að tillögu ráðgjafarnefndar nemur áætluð heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla í ár 9.130 m.kr. Þar af eru leiðréttingar á framlögum ársins 2017 að fjárhæð 60 m.kr.

Áætlun um greiðslur almennra jöfnunarframlaga árið 2019

Framlag vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál

Þá hefur ráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða úthlutun framlaga vegna íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á árinu 2019, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 351/2002, að fjárhæð 355 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir að áætlunin taki frekari breytingum. Framlögin eru greidd mánaðarlega með jöfnum greiðslum.

Áætlun um framlög vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál 2019

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira