Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2019 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um áhættumat vegna innflutnings hunda og katta til Íslands

Plast á strönd - myndHeidi Orava/norden.org

Dr. Preben Willeberg fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhættumat vegna innflutnings hunda og katta til Íslands með sérstakri áherslu á hjálparhunda.

Haustið 2017 fól þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dr. Willeberg að vinna áhættumatið. Vinna við það tók meiri tíma en áætlað var sem m.a. má rekja til þess að gagnaöflun reyndist erfið.

Skýrslan er nú til umfjöllunar og úrvinnslu í ráðuneytinu í samráði við Matvælastofnun, þar á meðal hvort og þá hvernig unnt sé að gera breytingar á reglum er varða innflutning hunda og katta.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira