Hoppa yfir valmynd
2. maí 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Víti til varnaðar - morgunverðarfundur um umferðaröryggi

Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bjóða til morgunverðarfundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí kl. 8.30. Markmið fundarins er að kynna nýtt slysakort, fara yfir tölfræði umferðarslysa árið 2018 og fjallað um með hvaða hætti tölfræðin nýtist til forvarna og að forgangsraða verkefnum.

Fundurinn í Norræna húsinu er opinn öllum. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10. Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

+ Skráning á morgunverðarfund

Dagskrá:

 • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur fundinn.
 • Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.
  „Slysaskýrsla 2018 og nýtt slysakort“
 • Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni.
  „Nýting slysagagna við forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða og helstu aðgerðir 2019.“
 • Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
  „Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur; öryggi óháð ferðamáta.“
 • Pallborðsumræður með fyrirlesurum og Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi.
 • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira