Hoppa yfir valmynd
7. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar hæfnisnefnd vegna umsækjenda um embætti seðlabankastjóra

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Forsætisráðherra hefur skipað þriggja manna hæfnisnefnd í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands til að meta hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra.

Nefndina skipa Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands og Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale háskóla, sem skipuð er án tilnefningar og er jafnframt formaður nefndarinnar.

16 einstaklingar sóttu um embætti seðlabankastjóra.

Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum