Hoppa yfir valmynd
9. maí 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Ný lög um ófrjósemisaðgerðir

 Alþingi - mynd Mynd: iStock

Frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um ófrjósemisaðgerðir hefur verið samþykkt á Alþingi. Með lögun er skýrt kveðið á um rétt fólks til ófrjósemisaðgerðir, að þær skuli vera gjaldfrjálsar og framkvæmdar af þeim sem hafa tilskilda menntun og reynslu.

 

Frumvarpið var lagt fram sem hluti af heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975. Nefnd um heildarendurskoðun þeirrar löggjafar lagði til að fjallað yrði um ófrjósemisaðgerðir í sérlögum, enda væru þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir væru mjög óskyldar aðgerðir sem ekki stæðu rök til að fjallað væri um í sömu lögum.

Með nýju lögunum eru aldursmörk umsækjanda um ófrjósemisaðgerð færð úr 25 árum í 18 ár í samræmi við ákvæði lögræðislaga. Einungis verður heimilt að framkvæma ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri að uppfylltum ströngum skilyrðum um að frjósemi hafi alvarleg áhrif á líf eða heilsu einstaklingsins. Fyrir því er jafnframt sett skilyrði um að fyrir liggi staðfesting tveggja lækna og samþykki sérstaklega skipaðs lögráðamanns. Áður en ófrjósemisaðgerð er framkvæmd skal fræða einstakling um í hverju aðgerðin er fólgin, áhættu samfara henni og afleiðingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum