Hoppa yfir valmynd
22. maí 2019 Félagsmálaráðuneytið

Taktu þátt í að móta leigumarkað til framtíðar

Frá Reykjavík - myndHugi Ólafsson

Félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður boða til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 29. maí undir yfirskriftinni Leigudagurinn. Tilgangur fundarins er að kalla eftir opinni umræðu um hvernig breytingar á húsaleigulögum geti best tryggt öryggi á leigumarkaði. 

Síðastliðið haust skipaði forsætisráðherra átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Meðal tillagna er að fram fari endurskoðun á ákvæðum húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda.

Til þess að endurskoðun á húsnæðislögum verði vönduð og í samræmi við sett markmið kalla félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður eftir opinni umræðu um hvernig breytingar geti best tryggt öryggi á leigumarkaði og aukinn rétt leigjenda. Það er á þeim grundvelli sem Leigudagurinn er haldinn.

Húsið opnar klukkan 8:30 og verður boðið upp á létta morgunhressingu. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 9 og lýkur klukkan 14. Dagskráin verður í formi stuttra erinda, vinnustofa og pallborðsumræðna og verður auglýst nánar þegar nær dregur.  Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð fyrir fundarmenn. Athugið að sætaframboð er takmarkað og því er æskilegt að skrá sig til þátttöku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira