Hoppa yfir valmynd
29. maí 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mikilvægt skref í kjölfar #églíka-byltingarinnar

Markmið nýrra laga um samskiptafulltrúa er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem þar koma upp án ótta við afleiðingarnar. Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar að lútandi var nýlega samþykkt á Alþingi og taka lögin gildi þann 1. ágúst nk.

„Það er kappsmál okkar að tryggja öryggi iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi og sjá til þess að umgjörð og aðstæður á þeim vettvangi séu sem bestar fyrir þátttakendur og starfsfólk. Þessi nýju lög eru mikið framfaraspor, með þeim tryggjum við skýrari ferla, betri upplýsingagjöf og hlutleysi í málum sem oft geta verið viðkvæm og flókin. Með þessum lögum sendum við jafnframt skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi sé ekki liðið íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komu að þessu máli og lögðu því lið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Frumvarpið er tilkomið vegna vinnu starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði var í kjölfar #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna árið 2018. Starf samskiptaráðgjafa var meðal tillagna hópsins. Frumvarpið var síðan unnið í nánu samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna og lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda í október sl.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum