Hoppa yfir valmynd
3. júní 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tillögur að því hvernig auka megi aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun færðar ráðherra

Ásmundur Einar sagði tillögurnar gott innlegg í þá vinnu sem nú fer fram hja stjórnvöldum við að auka aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun. - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tók í dag við tillögum nemenda við Hagaskóla um það hvernig auka megi aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun stjórnvalda. Tillögurnar eru afrakstur svokallaðs heimskaffis sem nemendur stóðu fyrir í skólanum í dag.  

Þann 1. mars síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin tillögu Ásmundar Einars Daðasonar um að stefnt verði að aukinni þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda sem og tillögu sem felur í sér að allar stærri ákvarðanir og lagafrumvörp skuli rýnd út frá áhrifum á stöðu og réttindi barna. Er það í samræmi við áherslur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum lagt áherslu á að gera breytingar til að efla samráð við börn og ungmenni. Markmiðið er að aðkoma þeirra að stefnumótun verði aukin og að hún verði markviss, regluleg og raunveruleg. Það er því afar gagnlegt að fá þessar tillögur í hendur og munu þær verða gott innlegg í þá vinnu sem er nú fer fram í þessum efnum,“ sagði Ásmundur Einar við nemendurna sem fjölmenntu fyrir utan ráðuneytið í dag.

Nemendurnir kalla eftir nefndum, ráðum eða öðrum vettvangi fyrir börn og ungmenni til að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri og leggja áherslu á að á þau verði hlustað. Málefni sem eru nemendum Hagaskóla ofarlega í huga eru loftslagsmál, fræðslumál, málefni flóttafólks, fjölmenningarsamfélagið, tjáningarfrelsi og réttindi barna. 

 
  •    - mynd
  •   - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum