Hoppa yfir valmynd
7. júní 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ásta Magnúsdóttir til starfa hjá UNESCO

Ásta Magnúsdóttir sem gegnt hefur embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis fer brátt til starfa í höfuðstöðvum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) í París. Ásta mun starfa á skrifstofu UNESCO er sinnir stefnumótandi áætlanagerð og halda utan um verkefni sem tengjast alþjóðlegum miðstöðvum og stofnunum er starfa undir formerkjum UNESCO. Einnig mun Ásta skipa lykilstöðu innan stofnunarinnar í undirbúningi nýrrar stefnu UNESCO fyrir árin 2022-2029, þar sem heimsmarkmiðin verða í fyrirrúmi, og sinna verkefnum sem falla undir nýjan rammasamning Íslands og UNESCO.

Ásta hefur gengt embætti ráðuneytisstjóra frá árinu 2009. Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (e. EFTA) í Brussel og sem sérfræðingur á sviði umhverfismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum