Hoppa yfir valmynd
7. júní 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Gróska í íslenskum bókmenntum: nýræktarstyrkir til ungra höfunda

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Auði Stefánsdóttur og Kristjáni Hrafni Guðmundssyni sem hlutu nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019.  - mynd
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru árlega veittir höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Í gær hlutu tveir höfundar styrkina – þau Auður Stefánsdóttir og Kristján Hrafn Guðmundsson; Anna fyrir handrit að barnabókinni „Í gegnum þokuna“ og Kristján Hrafn fyrir handrit smásagnasafnsins „Afkvæni“.

Styrkirnir nema 500.000 kr. hvor og afhenti mennta- og menningarmálaráðherra þá í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins.

„Rithöfundar auðga líf okkar með verkum sínum – með hugmyndum sínum, frumleika, og innsæi. Þeir fanga tímann og hjálpa okkur að skilja söguna og samtímann betur – og þar með okkur sjálf. Ég fagna þessum nýju röddum í íslenskum bókmenntum og óska þeim hjartanlega til hamingju með styrkina,“ sagði ráðherra.

Þetta var í tólfta sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa á sjötta tug höfunda hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi. Metfjöldi umsókna var þetta árið en alls bárust 58 umsóknir að þessu sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira