Hoppa yfir valmynd
7. júní 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsuvísar: Heilsa og líðan fólks eftir landshlutum

Heilsueflandi samfélag - myndEmbætti landlæknis

Tæplega 30% fullorðinna og rúmlega 70% framhaldsskólanema ná ekki nægum svefni. – Dagleg neysla orkudrykkja meðal framhaldsskólanema hefur aukist úr 21,7% árið 2016 í 54,6% árið 2018. – Dregið hefur úr ávísunum sýklalyfja til barna. – Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hefur minnkað síðastliðin ár. – Um 60% landsmanna telja sig mjög hamingjusama. Þetta og margt fleira má lesa út úr nýjum lýðheilsuvísum Embættis landlæknis.

 

Embættið kynnti lýðheilsuvísana á fundi í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær. Þetta er í fjórða sinn sem Embætti landlæknis gefur þá út. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.

Við val á lýðheilsuvísum er sjónum einkum beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Þá er leitast við að velja þá þætti í sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta hvers umdæmis geri sér grein fyrir og bregðist við.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira