Hoppa yfir valmynd
12. júní 2019

Aðalvarðstjórar - Almenn deild

Aðalvarðstjórar - Almenn deild

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er lausar til umsókna tvær stöður aðalvarðstjóra í almennri deild. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í stöðurnar til næstu fimm ára frá og með 1. október 2019. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórn vaktar í almennri deild embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum þmt forgangsröðun verkefna og samskipti við önnur lögregluembætti og aðra hagsmunaaðila þegar það á við.
- Þátttaka í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðssetningu embættisins
- Þátttaka stjórnenda í almennri deild með samræmingu starfshátta deildarinnar
- Fylgja markvisst eftir fræðslu- og þjálfunaráætlun
- Löggæslustörf, þ.m.t. rannsóknir mála, þar sem það á við.*
- Eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé fylgt og að fjárhagslegur rekstur skipulagsheildar undir hans stjórn, eða einstakra verkefna, sé innan fjárheimilda*

*Sjá 7. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.

Hæfnikröfur
Skilyrði:
- Próf frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanám í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k 120 stöðluðum námseiningum þ.m.t starfsnámi á vegum lögreglunnar
- Starfað sem lögreglumaður í a.m.k. 2 ár frá því að tilskyldu námi lauk
- Hafa lokið vettvangsstjóranámi og þekkja útgefnar verklagsreglur og leiðbeiningar
- Góð þekking á lögreglukerfinu LÖKE

Kostir:
- Lokið stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins, Endurmenntun HÍ eða öðru stjórnunarnámi
- Önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi aðalvarðstjóra
- Þekking og stjórnunarreynsla innan lögreglunnar
- Þekking og stjórnunarreynsla utan lögreglunnar 

Mikilvægir eiginleikar:
- Starfs- og stjórnunarreynsla úr almennri löggæslu og þekking á rannsóknum mála er mikilvæg 
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Frumkvæði 
- Nákvæm og traust vinnubrögð
- Jákvæðni
- Stundvísi
- Leiðtogahæfni

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Starfið er vaktavinna.

Eftirfarandi upplýsingum er beint til umsækjenda. Samkvæmt 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti líkur verða ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu eða skipun liggur fyrir.

Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar. Kynningarbréf og ferilskrá fylgi umsókn
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.07.2019

Nánari upplýsingar veitir
Helgi Þorkell Kristjánsson - [email protected] - 4442200
Bjarney Sólveig Annelsdóttir - [email protected] - 4442200


Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Lögr. Almenn deild
Hringbraut 130
230 Keflavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta