Aðstoðarmaður
Aðstoðarmaður
Laus eru til umsóknar 100 % staða aðstoðarmanns í dagvinnu á lyflækningadeild
Staðan veitist frá 1.september 2019. Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér ýmis störf s.s. flutning sjúklinga, þrif á rúmum og önnur minniháttar þrif, frágang á vörum og áfyllingar, afleysing deildarritara eftir kl. 16 og fleiri tilfallandi störf.
Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa almenna þekkingu, auk þess sem lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Eining - Iðja hafa gert.
eða eftir atvikum öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið við fjármála og efnahagsráðherra.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2019
Nánari upplýsingar veitir
Þóra Ester Bragadóttir - [email protected] - 463-0100
Hulda Sigríður Ringsted - [email protected] - 463-0100
Sjúkrahúsið á Akureyri
Lyflækningadeild
v/Eyrarlandsveg
600 Akureyri
Smelltu hér til að sækja um starfið