Hoppa yfir valmynd
12. júní 2019

Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði dýra

 
Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði dýra

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýraeftirlitsmann í 100% starf. Dýraeftirlitsmaður starfar m.a. í teymi. Starfsstöð er á umdæmisskrifstofu héraðsdýralæknir Suðvestur-umdæmis í Hafnarfirði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi seinna en 1. ágúst 2019.

Helstu hlutverk teymisins eru eftirfarandi:
Eftirlit með gæludýrum 
Eftirlit með búfjárhaldi
Móttaka og úrvinnsla ábendinga um illa meðferð dýra

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í búvísindum, dýralækningum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af búfjárhaldi og umgengni við búfé af öllum tegundum æskileg
Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
Góð almenn tölvukunnátta
Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir ([email protected]) eða í síma 530 4800. 

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef MAST www.mast.is og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsókn skal merkja „Eftirlit með velferð dýra“. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. 

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi.  Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á  www.mast.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum