Hoppa yfir valmynd
12. júní 2019

Kennari í efnafræði

 
Laus kennsla í efnafræði við Menntaskólann við Sund 

Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar kennsla í efnafræði næsta skólaár, um er að ræða um 40 til 50% starfshlufall. Verið er að leita að hæfum og góðum framhaldsskólakennara sem er tilbúinn að starfa í framsæknum skóla með þriggja anna kerfi þar sem áhersla er á að byggja upp námskraft nemenda. Áhersla er á verkefnatengt nám, virkni, ábyrgð og hæfni nemandans. Góð fagmenntun er skilyrði.

Ráðning í stöðuna er frá 1.ágúst 2019 og eru starfskjör samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans og félagsmanna í KÍ. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum en  upplýsingar um menntun og starfsferil þurfa að fylgja umsókn sem og afrit af vottorðum um nám og kennsluréttindi.

Umsóknir skal senda á Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 43, 104-Reykjavík eða á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5807300. Umsóknir þurfa að berast skólanum ekki síðar en mánudaginn 25. júlí næstkomandi.


Rektor

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira