Skjalastjóri
Skjalastjóri
Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að skjalastjóra sem mun leiða breytingar sem framundan eru í högun skjalakerfis, innleiðingu nýs kerfis og þróun og umsjón með skjalavörslu miðstöðvarinnar. Jafnframt eru verkefni framundan við jafnlaunavottun, persónuverndarmál og gæðakerfi sem skjalastjóri mun taka þátt í. Útgáfumál miðstöðvarinnar eru einnig á ábyrgð skjalastjóra.
Helstu verkefni
Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórnun
Ábyrgð á innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi
Umsjón með ferli við móttöku erinda og skjölun
Umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu
Umsjón með gæðakerfi og jafnlaunastöðlum
Umsjón með GDPR og persónuverndarlögum í starfseminni
Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla fyrir stjórnendur og starfsmenn
Umsjón með pöntunum á ritum og greinum
Útgáfa bóka- og fræðirita við stofnunina þar á meðal Rb blaða
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í bókasafns- og upplýsingafræði
Þekking og reynsla af skjalastjórnun nauðsynleg
Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
Reynsla af innleiðingu skjalastýringarkerfis kostur
Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til 3. júlí. Umsóknir sendist á [email protected]
Upplýsingar um starfið veitir:
Jón Hreinsson, [email protected]
Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði á grundvelli rannsókna og þróunar. Upplýsingar um starfsemina er að finna á www.nmi.is.