Starfsmaður á rekstrardeild
STARFSMAÐUR Á REKSTARDEILD
REYKJAVÍK
Starf afgreiðslumanns innkaupa og birgða á rekstrardeild Vegagerðarinnar í Reykjavík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða.
Starfssvið
Almenn störf við innkaup og afgreiðslu birgða, frágangur og pökkun á vörusendinum, sendiferðir með vörur, boðsendingar til ráðaneyta og stofnana, skráningu í birgðabókhald, afleysing í aðalmóttöku Vegagerðarinnar ásamt tilfallandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Almenn menntun
• Þekking og reynsla af birgðastörfum
• Góð tölvukunnátta
• Almenn ökuréttindi
• Meirapróf bifreiðastjóra og próf á lyftara er kostur.
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
• Góðir samstarfshæfileikar.
• Gott vald á íslenskri tungu.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019. Umsóknir berist Vegagerðinni, netfang [email protected] . Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir R. Eyþórsson birgðastjóri í síma 522 1257.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.