Hoppa yfir valmynd
13. júní 2019

Embætti sóknarprests í Húsavíkurprestakalli

Embætti sóknarprests í Húsavíkurprestakalli

Biskup Íslands auglýsir eftir presti til að sinna afleysingaþjónustu, með tímabundinni setningu í embætti sóknarprests í Húsavíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, frá 1. september 2019 – 31. maí 2020. 

Settur sóknarprestur ábyrgist sjálfur öflun íbúðarhúsnæðis og kostnað vegna þess- svo og vegna flutninga. 

• Húsavíkurprestakall er myndað af Húsavíkursókn. Íbúar prestakallsins eru tæplega 2.500 talsins. 

• Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.

• Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er að finna á vef kirkjunnar: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf

• Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 

• Nánari upplýsingar um Húsavíkurprestakall eru veittar hjá sr. Jóni Ármanni Gíslasyni, prófasti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis s. 866 2253 og á Biskupsstofu, s. 528 4000. 

• Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 1. júlí 2019

• Sækja ber um rafrænt á vef kirkjunnar: www.kirkjan.is undir laus störf.

• Áskilinn er réttur til að leita samráðs við hlutaðeigandi prófast, prest og formann sóknarnefndar við val til ofangreinda afleysingu. Komi til þess verður þessum aðilum veittur rafrænn skoðunaraðgangur að umsóknargögnum í því skyni. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira