Hoppa yfir valmynd
13. júní 2019

Húsvörður

 
Húsvörður 

Starfið: Samgöngustofa leitar af fjölhæfum húsverði til starfa í húsnæði stofnunarinnar að Ármúla 2 í Reykjavík. Helstu verkefni húsvarðar eru meðal annars umhirða og umsjón húsnæðis og bifreiða stofnunarinnar, bílastæða og lóðar. Húsvörður annast minniháttar viðhald og viðgerðir á húsnæði og húsbúnaði ásamt því að annast innkaup húsgagna er þarfnast endurnýjunar samkvæmt innkaupareglum ríkisins. Viðkomandi þarf að vera í góðum samskiptum við starfsfólk, húseiganda og þjónustuaðila Samgöngustofu s.s. þrifa- og sorplosunarfyrirtæki. Húsvörður vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra þjónustusviðs og hefur aðgang að bifreið Samgöngustofu þegar erindagjörðum er sinnt á vegum stofnunarinnar. Um 50-60% starfshlutfall er að ræða með sveigjanlegum vinnutíma. 

Menntunar- og hæfnikröfur
Hafa frumkvæði og þjónustulund  til að vinna að úrbótum.
Vera traustur, samviskusamur og lipur í mannlegum samskiptum.
Hafa gott auga fyrir snyrtimennsku og því sem betur má fara.
Vera laghentur og útsjónarsamur.
Lögð er áhersla á að umsækjandi sé jákvæður að eðlisfari og með góðan samstarfsvilja.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2019. 

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs í síma 480-6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins  og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Samgöngustofu er lögð áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is

Samgöngustofa
www.samgongustofa.is 
Ármúli 2 – 108 Reykjavík
Sími: 480-6000


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum