Hoppa yfir valmynd
13. júní 2019

Launafulltrúi

Launafulltrúi ÁTVR

ÁTVR óskar eftir að ráða launafulltrúa á mannauðssvið. Leitað er að talnaglöggum, jákvæðum og þjónustuliprum aðila sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Launavinnsla og yfirferð í viðverukerfi
Upplýsingagjöf varðandi laun og önnur kjaratengd mál
Þjónusta við stjórnendur og starfsfólk
Samantektir, skýrslur og úrvinnsla úr mannauðs- og launakerfum
Önnur verkefni tengd launavinnslu og kjaramálum

Hæfnikröfur
Reynsla af launavinnslu
Menntun sem nýtist í starfi
Nákvæmni og samviskusemi í vinnubrögðum
Rík þjónustulund og hæfni í samskiptum
Góð tölvukunnátta og færni í Excel
Þekking á Kjarna og Vinnustund er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 100%. 
Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2019. 
Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR hafa gert. 

Nánari upplýsingar veita 
Thelma Kristín Snorradóttir og Guðrún Símonardóttir – [email protected] – 560 7700.


ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Stuðlahálsi 2.

Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið gildunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta