Hoppa yfir valmynd
20. júní 2019 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra og yfirmanns leyniþjónustumála Bandaríkjanna

Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið. Átti hann stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi, meðal annars á norðurslóðum.

„Það er til marks um vaxandi góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna að yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna komi til fundar við okkur á þessu stutta stoppi sem hann átti hér,“ sagði Guðlaugur Þór.

Fyrr í júní fór fram fyrsti fundurinn í reglubundnu efnahagssamráði ríkjanna og síðar í mánuðinum munu embættismenn halda áfram viðræðum um viðskipti og fjárfestingar milli ríkjanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira