Hoppa yfir valmynd
25. júní 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Opinn kynningarfundur um endurgreiðslur á kostnaði vegna útgáfu bóka á íslensku

Kynningarfundur verður haldinn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu miðvikudaginn 26. júní nk. kl. 13 um nýtt endurgreiðslukerfi vegna útgáfu bóka á íslensku. Stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku var komið á með lögum í vetur en markmið þess er að efla bókaútgáfu á íslenskri tungu í ljósi mikilvægis hennar fyrir þróun íslenskunnar og bætt læsi þjóðarinnar.

Á fundinum verður fyrirkomulag umsókna kynnt og mun nefnd sem hefur umsjón með endurgreiðslunum svara fyrirspurnum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar fundinn og segir nokkur orð.

Fundurinn er öllum opinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira