Hoppa yfir valmynd
28. júní 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Börnum ekki vísað frá neyðarvistun Stuðla

Ásmundur Einar kynnti sér aðstæður á Stuðlum og ræddi við Funa Sigursson, forstöðumann Stuðla - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heimsótti Stuðla í gær en þar er rekin meðferðardeild og neyðarvistun fyrir börn með fíknivanda.

Börnum sem vísað er á Stuðla hefur fjölgað. Ásmundur Einar hefur lagt ríka áherslu á að bregðast við því og gaf undir lok síðasta árs út þau tilmæli að engum börnum skyldi vísað frá neyðarvistun Stuðla, en þá hafði í einhverjum tilfellum þurft að vista þau í fangaklefum vegna plássleysis. Var í kjölfarið gripið til þess ráðs að breyta húsnæði Stuðla og bæta við plássum.

Ásmundur Einar skoðaði í heimsókninni aðstæður á Stuðlum og ræddi við Funa Sigurðsson sálfræðing og forstöðumann Stuðla og Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Hann lýsti ánægju sinni með þær ráðstafanir sem búið er að gera, en engu barni hefur verið vísað frá neyðarvistun Stuðla frá því tilmælin voru gefin út. „Er það ekki hvað síst starfsfólki Stuðla að þakka sem hefur látið verkin tala,“ sagði Ásmundur Einar.

 

  • Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og Funi Sigurðsson, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla á tali við Ásmund Einar. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum