Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2019 Forsætisráðuneytið

Aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs tekin til skoðunar

Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar frá 3. apríl 2019, hefur forsætisráðherra skipað nefnd um aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs. Verkefni nefndarinnar er að skoða aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leita álits erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðislið vísitölunnar tekin til athugunar auk svokallaðs vísitölubjaga.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Benedikt Árnason, forsætisráðuneyti, formaður
  • Dagný Ósk Aradóttir, tilnefnd af BSRB
  • Georg Brynjarsson, tilnefndur af BHM
  • Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, tilnefnd af Hagstofu Íslands
  • Henný Hinz, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
  • Karen Á. Vignisdóttir, tilnefnd af Seðlabanka Íslands
  • Oddur Jakobsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands
  • Sigurður Páll Ólafsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Sigurður Á. Snævarr, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin skal ljúka störfum fyrir lok júní 2020.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum