Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Áform um lögfestingu varnarlínu á hlutfall fjárfestingabankastarfsemi innlánsstofnana birt í samráðsgáttFjármála- og efnahagsráðuneytið birtir í dag áform um lögfestingu varnarlínu um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi innlánsstofnana í samráðsgátt stjórnvalda. Áformin eru sett fram í kjölfar birtingar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið  þar sem lagt er til að Fjármálaeftirlitinu verði í lögum falið að setja reglur til að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Áformað er að takmarka beina og óbeina stöðutöku kerfislega mikilvægra innlánsstofnana við 15% af eiginfjárgrunni þeirra, sem er innan þess ramma sem lagður er til í hvítbókinni. Hvítbókin hefur verið tekin til umræðu á Alþingi og í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.

Frestur til að veita umsögn um málið er til 26. ágúst. Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp á Alþingi um varnarlínuna í nóvember á þessu ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira