Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Græn skref stigin í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu

 Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið fá viðurkenningu fyrir að ná Grænum skrefum 3 og 4 - mynd

Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa öðlast viðurkenningu fyrir að ná Grænum skrefum 3 og 4 samkvæmt áætlun verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri. Grænu skrefin felast í litlum og stórum aðgerðum til að draga úr sóun og mengun og snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á kerfisbundinn hátt. Þau eru jafnframt liður í því að innleiða loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar 9. apríl síðastliðinn.

Öll ráðuneytin og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins vinna að innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri. Sem dæmi um verkefni sem hrint hefur verið í framkvæmd í ráðuneytum má nefna innleiðingu prentskýja sem draga úr pappírsnotkun, flokkun úrgangs, samgöngusamninga, aðstöðu fyrir hjólandi, tilboð um deilibíl, rafhjólatilraun og innkaup á ýmsum umhverfisvottuðum vörum.

Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið eru með aðsetur í sama húsi og hafa unnið saman að innleiðingu grænu skrefanna. Þess má einnig geta að þau hafa bæði hlotið gullvottun fyrir að vera hjólavænn vinnustaður.

  •   - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum