Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Nýtt greiningartól sem auðveldar gerð jafnlaunavottana

Jafnlaunamerkið - myndHönnun: Sæþór Örn Ásmundsson

Hannað hefur verið nýtt greiningartól, Embla, sem ríkisstofnanir geta nýtt við vinnu að jafnlaunavottun. Embla gerir stofnunum kleift að halda utan um greiningu á störfum fyrir innleiðingu jafnlaunastaðals og framkvæma einfaldar launagreiningar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur haft forgöngu um þróun hugbúnaðarins með það að markmiði að einfalda stofnunum að ljúka jafnlaunavottun en allar ríkisstofnanir, með 25 starfsmenn eða fleiri, eiga að hafa lokið slíkri vottun fyrir áramót.

Samkvæmt upplýsingum á vef Jafnréttisstofu hafa 23 ríkisstofnanir eða um 20% nú þegar hlotið vottun, ásamt 67 fyrirtækjum. Margar stofnanir eru í því ferli að greina gögn og undirbúa vottun og ætti Embla að geta stutt við það ferli.

Embla hefur beintengingu í Orra, mannauðskerfi ríkisins og byggir á reiknilíkani af vef Stjórnarráðsins sem þróað var í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals. Nánari upplýsingar um aðgangsmál og leiðbeiningar hafa verið sendar til ríkisstofnana. Gert er ráð fyrir að Embla verði þróuð áfram sem sjálfstætt verkfæri fyrir almenna markaðinn og komi í staðinn fyrir núverandi reiknilíkan á vef Stjórnarráðsins haustið 2019.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum