Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Breyting á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð í umsagnarferli

Úr Morsárdal í Skaftafelli - myndLjósmynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Breytingin varðar reglur um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðsins.

Haustið 2016 tóku gildi breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Í lögunum er nú kveðið á um að óheimilt sé að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án samnings um slíka starfsemi við Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt er kveðið á um að í slíkum samningum skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a. vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins og að nánar skuli mælt fyrir um slík skilyrði, málsmeðferð og gerð samninga samkvæmt ákvæðinu í reglugerð.

Í drögum að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð er atvinnutengd starfsemi skilgreind, kveðið er á um málsmeðferð, samningsgerð og eftirlit með henni og greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.

Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 6. ágúst næstkomandi.

Breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð í Samráðsgátt.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira