Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2019

Sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri.

Um er að ræða 100% stöðu sem laus er frá 1.september 2019 eða eftir samkomulagi. 

Næsti yfirmaður er forstöðulæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækninga, Alexander Kristinn Smárason.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fulla klíníska stöðu í dagvinnu, auk vakta, með þátttöku í kennslu unglækna og annarra heilbrigðisstétta. 

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. 
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum. 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. 

Gildi Sjúkrahússins á Akureyrir eru: Öryggi - Samvinna - Framsækni. 

Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2019

Nánari upplýsingar veitir
Alexander Kristinn Smárason - [email protected] - 4630100
Sigurður Einar Sigurðsson - [email protected] - 4630100

Sjúkrahúsið á Akureyri
Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar
v/Eyrarlandsveg
600 Akureyri

Sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira