Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2019

Sérfræðingur í myndgreiningarlækningum

Laus er til umsókna staða sérfræðings í myndgreiningalækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

Myndgreiningadeildin veitir fjölþætta þjónustu og nær þjónustusvæðið til Norður- og Austurlands. Deildin er mjög vel tækjum búin. Auk almennra röntgentækja eru á deildinni ný tölvusneiðmyndatæki (CT) og segulómtæki (MR) auk þess sem gerðar eru brjóstamyndatökur (hópskoðanir), beinþéttnimælingar og ómskoðanir á deildinni.

Næsti yfirmaður er Vibhuti Kalia, forstöðulæknir myndgreiningalækninga.

Staðan er laus frá 1. nóvember 2019 eða eftir samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða klíníska stöðu sem fylgir vaktaskylda og þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta. Stöðuhlutfall er samkomulagsatriði.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í myndgreiningalækningum.

Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. 

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður. 

Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2019

Nánari upplýsingar veitir
Vibhuti Kalia - [email protected] - 4630100
Hildigunnur Svavarsdóttir - [email protected] - 4630100

Sjúkrahúsið á Akureyri
Myndgreiningalækningar
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri

Sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum