Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2019

Verkfræðingur á hafnaheild

Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi á hafnadeild. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík. 

Í boði er spennandi, fjölbreytt og krefjandi starf þar sem áherslan verður á ýmisskonar rannsóknir og þróunarvinnu tengdri hafnargerð. 

Við erum að leita eftir verkfræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði, frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Vinna við öldufarsrannsóknir og rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast hafnargerð. Aðkoma að eftirliti- og hönnun hafnamannvirkja.

Á hafnadeild vinna um 8 manns við ýmis hönnunar-, rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast hafnagerð. 

Menntunar- og hæfniskröfur 
Umhverfis eða byggingarverkfræðingur, M.Sc.
Lágmark 5 ára starfsreynsla af hafnatengdum rannsóknar- og þróunarverkefnum.
Þekking og reynsla af líkanagerð.
Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
Frumkvæði og faglegur metnaður
Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
Góð íslenskukunnátta.
Kunnátta í ensku og einhverju norðurlandamáli 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2019. Umsóknir berist á netfangið [email protected].  

Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veita Fannar Gíslason ([email protected] ) eða Sigurður Sigurðsson ([email protected] ) eða í síma 522 1000


Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum