Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að grænbók um flugstefnu Íslands í samráðsgátt

Keflavíkurflugvöllur - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi hér á landi í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er annars vegar greining á stöðunni í málaflokknum í dag og hins vegar tillögur að áherslum til framtíðar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um áherslur í flugmálum til framtíðar. Frestur til að skila umsögn er til og með 16. ágúst 2019.

Í september 2018 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland en slík stefna hefur ekki verið mótuð áður með heildstæðum hætti. Grænbókin sem kynnt er í samráðsgáttinni er afrakstur af starfi verkefnisstjórnar og starfshópa. Mikil og aukin umsvif flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi hér á landi á undanförnum árum hafa kallað á slíka stefnumörkun en samræmd stefna í málefnum flugs og flugtengdrar starfsemi styður við stefnumörkun samgönguáætlunar. Í samgönguáætlun felst grundvallarstefnumótun ríkisins í öllum greinum samgangna, sbr. nánar ákvæði laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008.

Markmið með gerð flugstefnu er að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi, hvort sem er núverandi eða nýja starfsemi, styður vöxt hennar að því marki sem það er þjóðhagslega hagkvæmt og eykur atvinnusköpun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira