Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis lýðveldisins

Efnt var til hátíðarhalda í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins á þjóðhátíðardegi Íslendinga hinn 17. júní sl. Forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Alþingi önnuðust undirbúning. Hátíðardagskráin var sett á Austurvelli þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina og fjallkonan, Aldís Amah Hamilton, flutti ljóð eftir Bubba Morthens. Að lokinni hátíð á Austurvelli var haldinn þingfundur ungmenna sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV þar sem ungu fólki gafst tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Í tilefni af hátíðarhöldunum var boðið upp á 75 metra langa lýðveldisköku og lykilstofnanir í miðbæ Reykjavíkur voru með opið hús.

Við undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna var leitað eftir tilboðum í alla verkþætti. Nam heildarkostnaður forsætisráðuneytisins um 7.816.000 kr.

Enn eru fyrirhugaðir viðburðir í tilefni af lýðveldisafmælinu þar sem menningu og vísindum verður gert hátt undir höfði. Má þar nefna átaksverkefni um ritmenningu íslenskra miðalda, sinfóníutónleika helgaða íslenskri tónlist, stuðning við íslenskudeild Manitoba-háskóla í Kanada og átak til að efla og heiðra danskt-íslenskt vísindasamstarf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira