Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Sumarfundur ríkisstjórnarinnar haldinn við Mývatn 8. ágúst

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn við Mývatn á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst.

Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum Eyþings, landshlutasamtökum sveitarfélaga á Norðausturlandi. Sveitarfélög Eyþings eru 13 með liðlega 30.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akureyri, Norðurþing, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. Á fundinum munu fulltrúar sveitastjórna á svæðinu kynna helstu áherslumál og eiga samræður við ríkisstjórnina.

Í kjölfarið verður haldinn blaðamannafundur sem áætlað er að hefjist kl. 14:30 á Icelandair hótel Mývatn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum