Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur félags- og barnamálaráðherra með ráðherra jarðefnaauðlinda og vinnumála á Grænlandi

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Erik Jensen, ráðherra jarðefnaauðlinda og vinnumála á Grænlandi - mynd

Í gær tók Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á móti ráðherra jarðefnaauðlinda og vinnumála frá Grænlandi, Erik Jensen, auk sendinefndar. Tilgangur heimsóknar sendinefndarinnar var að fræðast um stöðu mála og lagaumgjörð hvað varðar erlent vinnuafl hér á landi og deila reynslu af stöðu mála hvað þann málaflokk varðar á Grænlandi. Á fundinum voru m.a. ræddar helstu framkvæmdir og verkefni sem eru á döfinni á Grænlandi og kalla á aukið vinnuafl auk sýnar ráðherrans á vinnumarkað landsins til næstu ára og áratuga. Grænlenska sendinefndin var stödd hér á landi yfir nokkurra daga skeið og heimsótti hún, auk félags- og barnamálaráðherra, m.a. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands. Áður hafði sendinefndin verið bæði í Danmörku og í Færeyjum til að ræða sama málefni. Ráðherrarnir voru sammála um að samstarf Íslands og Grænlands væri mikilvægt og töluðu um vilja sinn til styrkingar þess.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum