Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Sumarfundir ríkisstjórnarinnar við Mývatn

Ríkisstjórnin kom saman til fundarhalda við Mývatn í dag. Auk ríkisstjórnarfundar og vinnufunda ríkisstjórnarinnar átti ríkisstjórnin fund með fulltrúum sveitarfélaga á Norðausturlandi og Eyþingi, landshlutasamtökum sveitarfélaga á svæðinu. Fjölmörg áherslumál sveitarfélaganna komu til umræðu á fundi ríkisstjórnar með fulltrúum sveitarfélaganna, m.a. umhverfismál, þ.m.t. sorp- og fráveitumál, samgöngumál og almenningssamgöngur, heilbrigðismál, störf á landsbyggðinni, svo sem störf án staðsetningar, menningarmál, raforkumál, landbúnaðarmál og byggðamálefni almennt, þ.m.t. málefni brothættra byggða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira