Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rótgróið og mikilvægt fræðafélag

Kristján Garðarsson framkvæmdastjóri Hins íslenska bókmenntafélags, Ármann Jakobsson varaforseti félagsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ólöf Dagný Óskarsdóttir rekstarstjóri HÍB. - mynd
Hlutverk Hins íslenska bókmenntafélags er að styðja við og styrkja íslenska tungu, bókvísi og menntun. Félagið var stofnað árið 1816 og tók þá við hlutverki Hins íslenzka lærdómslistafélags sem stofnað hafði verið 1779. Félagið sinnir auk útgáfu margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Það hefur gefið út tímaritið Skírni frá árinu 1827, en Skírnir er eitt elsta menningartímarit á Norðurlöndum. Þá hefur félagið gefið út ritröðina Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags frá árinu 1970.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir starfsemi félagsins og á dögunum skrifuðu Ármann Jakobsson varaforseti félagsins og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undir samning þess efnis.

„Sá menningararfur sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur miðlað og staðið vörð um í 200 ár er okkur ómetanlegur. Öflugt útgáfustarf þeirra hefur opnað kynslóðum lesenda nýja sýn, dýpkað þekkingu þeirra og auðgað störf fræðimanna. Sjálf hef ég miklar mætur á Lærdómsritum þeirra,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira