Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun endurvakið

Mynd/Myndlistarskólinn í Reykjavík - mynd
Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir Myndlistaskólann í Reykjavík til þess að bjóða á ný uppá eins árs nám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun. Verður námið í boði frá og með þessu hausti. Námskostur þessi er sniðinn að nemendum sem lokið hafa starfsbraut framhaldskóla eða sambærilegu námi. Skólinn bauð upp á námið á árunum 2015-2017 og naut það mikilla vinsælda. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun og öðlist innsýn í listasögu og samtímalist. Rík áhersla er lögð á valdeflingu og að námið sé ánægjulegt fyrir nemendur.

Ákvörðun um að endurvekja námið er tekin að fenginni tillögu verkefnishóps um úrbætur er varðar menntun, atvinnu- og tómstundamöguleika nemenda sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla sem ráðherra skipaði sl. vetur. Fleiri tillögur hópsins eru til skoðunar í ráðuneytinu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira