Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisstefnan kynnt á opnum fundi í Reykjavík, 4. september kl. 17 - 19

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til kynningarfundar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins 4. september. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Að þeim fundi loknum hefur heilbrigðisstefnan verið kynnt í öllum heilbrigðisumdæmum landsins.

Svandís segir það hafa komið glöggt fram á kynningarfundunum út um land að hvert heilbrigðisumdæmi hefur sína sérstöðu. Þótt viðfangsefnin séu að mestu þau sömu kalli ólíkar aðstæður á fjölbreyttar og ólíkar lausnir varðandi allt skipulag heilbrigðisþjónustu á viðkomandi svæðum:

Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins er um flest ólíkt hinum umdæmum. Það er langfjölmennast því hér býr þorri landsmanna, en á tiltölulega litlu svæði í samanburði við hin umdæmin. Hér er mest og fjölbreyttast framboð heilbrigðisþjónustu, hingað leitar fólk úr öðrum umdæmum eftir ýmiskonar sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og síðast en ekki síst er hér þjóðarsjúkrahúsið okkar, Landspítali sem er þungamiðja heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu, um leið og hann er einnig héraðssjúkrahús höfuðborgarbúa“  segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 

Dagskrá fundarins 4. september

Staður og stund: Hótel Natura Reykjavík kl. 17 - 19

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra – Kynning á heilbrigðisstefnu
  • Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – Sýn forstjóra
  • Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins – Sýn forstjóra
  • Alma D. Möller landlæknir – Heilbrigðisstefna frá sjónarhóli landlæknis
  • María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands – Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi Sjúkratrygginga Íslands

Pallborðsumræður

  • Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Í þeim taka þátt auk frummælenda þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Fundarstjóri er Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Streymt verður frá fundinum og verður útsendingin aðgengileg á vef heilbrigðisráðuneytisins; www.hrn.is

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum