Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2019 Matvælaráðuneytið

Breytingar á reglum um stjórn veiða á sæbjúgum

Vegna umfjöllunar um breytingar á reglum um sæbjúgnaveiðar vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að breytingarnar eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.

Tilefni framangreindra breytinga er meðal annars þróun á veiðum úr stofninum á síðastliðnum árum. Þannig er það mat Hafrannsóknarstofnunar að veiðar á síðasta ári hafi varið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum