Hoppa yfir valmynd
2. september 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tollar á blómkál lækkaðir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. Rannsókn Ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur leitt í ljós skort á vörunni á markaði og eru því skilyrði 65. gr. A búvörulaga eru uppfyllt.

 

Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum.

 

Reglugerðin tekur gildi í dag.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi
Heimsmarkmið Sþ: 12 Ábyrg neysla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira