Hoppa yfir valmynd
4. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Útsending frá kynningarfundi um heilbrigðisstefnu kl. 17.00

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir í samvinnu við Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður haldinn á Hótel Natura kl. 17.00. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Fundinum verður streymt á vefnum og geta áhugasamir fylgst með útsendingu hér:

 

Dagskrá:

Staður og stund: Hótel Natura Reykjavík kl. 17 - 19

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra – Kynning á heilbrigðisstefnu

  • Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – Sýn forstjóra

  • Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins – Sýn forstjóra

  • Alma D. Möller landlæknir – Heilbrigðisstefna frá sjónarhóli landlæknis

  • María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands – Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi Sjúkratrygginga Íslands

Pallborðsumræður

  • Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Í þeim taka þátt auk frummælenda þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Fundarstjóri er Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira