Hoppa yfir valmynd
6. september 2019 Dómsmálaráðuneytið

Þingmannanefnd um málefni útlendinga

Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skipun þingmannanefndar sem fjalla skal um málefni útlendinga og innflytjenda á málefnasviði dómsmálaráðherra og eftir atvikum félags- og barnamálaráðherra og menntamálaráðherra. 

Dómsmálaráðherra skipaði Hildi Sverrisdóttur formann nefndarinnar og hefur einnig óskað eftir tilnefningum allra þingflokka og fulltrúa forsætis-, félagsmála-, og menntamálaráðuneytis.

Nefndin skal vera sameiginlegur vettvangur þingmanna og fulltrúa ráðherra og ráðuneyta fyrir upplýsingaöflun og upplýsingaskipti til að dýpka skilning þingmanna á málaflokknum. Nefndin hefur jafnframt það hlutverk að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar.

Með nefndinni mun starfa starfsmaður úr dómsmálaráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira