Hoppa yfir valmynd
9. september 2019 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um konur og siglingar á alþjóðasiglingadeginum

Ingibjörg Bryngeirsdóttir yfirstýrimaður á Herjólfi ásamt samstarfsmanni sínum. - mynd

Í ár er Alþjóðasiglingadagurinn helgaður konum undir yfirskriftinni „Empowering women in the Maritime community“. Af því tilefni standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð og fyrir ráðstefnu um konur og siglingar fimmtudaginn 26. september 2019 undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Í engri starfsstétt á Íslandi er hlutfall kvenna jafnlágt og á sjó. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á fjölbreyttum atvinnumöguleikum í siglingum jafnt fyrir konur og karla. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um sögu íslenskra kvenna á sjó, segja frá starfsvali sínu og deila sinni reynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum. Þá verður leitað svara við því hvers vegna konur eru svo fáar til sjós og í siglingum og hvernig megi gera störf til sjávar eftirsóknarverð fyrir konur. Forseti Íslands opnar ráðstefnuna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytur lokaávarp.

Ráðstefnan verður haldin í Kaldalóni í Hörpu og er opin öllum. Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. 

Dagskrá:

 • 13:00 - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setur ráðstefnuna.

 • „Women in the Maritime Community.“
  Joanna Nonan, aðmíráll í bandarísku strandgæslunni  (Rear Admiral US Coast guard).

 • „All Aboard: Icelandic Women, Equality and Opportunity at Sea“
  Margaret Willson, mannfræðingur og prófessor við Washington-háskóla.


 • Átakið #kvennastarf“
  Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnar- og véltækniskólans.


 • 14:30 - Hlé

 • „Í blíðu og stríðu. Reynslusaga konu til sjós.“
  Jónína Hanse
  n, stýrimaður.

 • „Vélfræði, sálfræði, stjórnun.“
  J. Snæfríður Einarsdóttir, vélfræðingur og ráðgjafi hjá HSE Consulting.

 • „Sjómannslífið.“
  Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur.


 • „Af hverju ekki ég.“ 
  Halldóra Kristín Unnarsdóttir, strandveiðikona af Snæfellsnesi

 • Samantekt: Af hverju eru ekki fleiri konur á sjó?

 • 16:00 - Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur lokaorð og slítur ráðstefnu.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira