Hoppa yfir valmynd
9. september 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Sjö verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Ljótt grænmeti frá Danmörku, endurunnar færeyskar prjónapeysur, finnskt umhverfismerki fyrir orkuiðnað, verslun á Álandseyjum með endurunnar vörur, grænlenskt samfélagsmiðlaverkefni til höfuðs plastnotkun, íslenska fatamerkið AFTUR og hin sænska Greta Thunberg eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2019.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, opinberaði tilnefningarnar og kynnti verkefnin sem tilnefnd eru til verðlauna í ár á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri á laugardag. „Á okkar tímum er umræðan um loftslagsmál oft á neikvæðum nótum, og skiljanlega. Verkefnin sem hafa hlotið tilnefningu í ár eru leiðarljós sem gefa framtíðinni bjartari blæ. Þau bera hvert um sig vitni um einstakt hugvit og útsjónarsemi og virka sem hvatning til okkar allra til að skapa eitthvað nýtt og feta aðrar slóðir,“ segir Sigurður Ingi við þetta tækifæri.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 29. október.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira