Hoppa yfir valmynd
9. september 2019 Dómsmálaráðuneytið

Yfirdeild tekur Landsréttarmálið fyrir

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars sl. til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Óskað var eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Búast má við að nokkurn tíma taki að fá endanlega niðurstöðu í málið.

Af 15 dómurum Landsréttar eru nú þrír í leyfi. Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson hafa fengið leyfi til næstkomandi áramóta og Ingveldur Einarsdóttir er í námsleyfi til 1. mars 2019. Arngrímur Ísberg héraðsdómari, og Eggert Óskarsson og Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrverandi héraðsdómarar hafa verið sett í embætti dómara við Landsrétt í stað þeirra þriggja.  Því eru nú 13 dómarar við dómstörf í Landsrétti. Í ljósi þess að nokkurn tíma mun taka að fá endanlega niðurstöðu í málinu hefur ráðuneytið óskað upplýsinga frá Landsrétti um stöðu mála og hvaða áhrif það hefur á starfsemi réttarins að nú eru 13 dómarar að störfum en ekki 15.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum