Hoppa yfir valmynd
10. september 2019 Utanríkisráðuneytið

Vaxandi samskipti Íslands og Indlands

Frá undirritun samnings milli Íslands og Indlands um áritanafrelsi. Mynd: Gunnar Geir Vigfússon - mynd

Guðlaugur Þór utanrikisráðherra og Anumula Gitesh Sarma, skrifstofustjóri Evrópumála í utanríkisráðuneyti Indlands, undirrituðu í dag samning um gagnkvæmt áritunarfrelsi fyrir handhafa diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa sem tilteknir embættismenn geta fengið. Samningurinn var undirritaður á Bessastöðum í tilefni af opinberri heimsókn forseta Indlands. Síðdegis hitti Guðlaugur Þór viðskiptasendinefnd frá Indlandi sem kom hingað til lands með forsetanum.

„Samningurinn undirstrikar vináttu ríkjanna og mun auðvelda samskipti milli íslenskra og indverskra stjórnvalda sem hafa farið vaxandi á undanförnum misserum,“ sagði Guðlaugur Þór. „EFTA-ríkin eiga í fríverslunarviðræðum við Indland og mikill áhugi er á auknum viðskiptum milli landanna. Menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra skrifuðu einnig undir samstarfssamninga við indversk stjórnvöld á sviði menningar og sjávarútvegs sem bera vott um þetta aukna samstarf milli ríkjanna.“

Indverska viðskiptasendinefndin hefur á að skipa fulltrúum úr ýmsum greinum indversks atvinnulífs, m.a. fjármálaþjónustu, byggingariðnaði, listum og hönnun, og heilbrigðisþjónustu. Á morgun standa viðskiptaráðin fyrir viðskiptaþingi á Hótel Hilton Nordica sem er skipulagt af af Íslensk-indverska viðskiptaráðinu, Samtökum iðnaðarins og Íslandsstofu, auk ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India, og CII, Condfederation of Indian Industry.


  • Forseti Íslands og ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands ræddu við forseta Indlands á Bessastöðum. Mynd: Gunnar Geir Vigfússon. - mynd
  • Viðskiptasendinefndin sem heimsótti utanríkisráðuneytið í dag. - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum